Misferli   Prenta 
Því miður eru fjársvik, fjárdráttur eða misferli fylgifiskur viðskipta af ýmsu tagi. Oft uppgötvast fjárdráttur eða misferli í reglubundnum skoðunum endurskoðenda eða stjórnenda. Oftar uppgötvast misferli með tilviljanakenndum hætti en stundum er grunur til staðar en erfitt að staðfesta slíkan grun.

Á meðal verkefna okkar er að koma inn í fyrirtæki og vinna með stjórnendum þess að því að skoða fjársvik sem hafa uppgötvast og finna viðeigandi leiðir til þess að klára slík mál. Eftir atvikum getur þurft að kanna umfang slíkra svika þannig að með tæmandi hætti sé fundið út hver fjársvikin eru og vinna skýrslu sem eftir atvikum er send með kæru til lögreglu eða notuð á annan hátt.

Við hvaða aðstæður getur verið rétt að kalla okkur til ráðgjafar:
  • Ef fjársvik hafa uppgötvast eða líkur eru taldar á því að slík svik hafi orðið
  • Ef kanna þarf umfang mögulegra svika
  • Ef kæra þarf mál til lögreglu komum við að því
  • Ef segja þarf upp starfsmanni vegna fjársvika komum við að því
  • Ef fyrirtæki vilja hafa möguleika á því að aðrir starfsmenn geti tilkynnt möguleg misferli þá setjum við upp kerfi til að móttaka og skoða slíkar tilkynningar (hotline)
Viðskiptavinir okkar eru allt frá því að vera tveggja manna fyrirtæki upp í stærri fyrirtæki. Vinna okkar er misviðamikil í flestum málum.

Til að fá frekari upplýsingar hafið samband við skrifstofu okkar í síma 517-0150 eða á netfangið agust@m10.is

Fyrsta viðtal er alltaf án kostnaðar. Unnið er á tímagjaldi eða föst verðtilboð.

Kaup og sala fyrirtækja Stefnumótun Lögmannsstofa Rekstrarerfiðleikar
M10 ehf | Fjarðargötu 11, 222 Hafnarfirði | Smáralind 2 hæð | Sími: 517-0150 / 898-0236, | agust@m10.is | Netvistun - Heimasíðugerð, hugbúnaðarlausnir og hönnun