Stofnun nýrra félaga
Við aðstoðum viðskiptamenn okkar við stofnun nýrra félaga. Þar sem oft er þörf á nýjum félögum með skömmum fyrirvara eigum við ný félög á lager sem viðskiptamenn okkar geta fengið með stuttum fyrirvara.

Slit félaga
Við aðstoðum viðskiptavini okkar við að leggja niður gömul félög, ákveði eigendur að hætta rekstri þeirra.

Fyrirtækja og fjármálaráðgjöf   Prenta 

Fyrirtækjaráðgjöf M10 ehf veitir fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum ráðgjöf í tengslum við fyrirtækjarekstur og fyrirtækjaviðskipti. Einkum er um að ræða tvennskonar ráðgjöf:

A) Ráðgjöf til eigenda fyrirtækja um endurskipulagningu á fyrirtækinu. Hér er m.a. veitt ráðgjöf um t.a.m. hvort rétt sé að koma tilteknum þáttum rekstrarins inn í sérstök félög eða sameina við annan rekstur, skattamál, sala á rekstrareiningum á milli félaga, ráðgjöf við samruna og skiptingu, aðstoð við sölu á einingum eða heilum félögum, aðstoð við uppbyggingu á kaupum eða sölum á félögum. Þá hafa mörg mál undanfarið snúist um að aðstoða eigendur fyrirtækja í samningaviðræðum við banka og aðra kröfuhafa.

B) Stefnumótun og hvert skal halda í rekstrinum. Hér felst ráðgjöfin í því að farið er yfir ýmis atriði í rekstrinum og notast við aðferðarfræði sem kennd er við breskan prófessor, Alex Scott. Hér er m.a. farið yfir hvar fyrirtækið er að hagnast og hvar ekki, farið yfir hvort vörur fyrirtækisins séu rétt markaðssettar, hvort réttir millistjórnendur séu til staðar, farið yfir hvar vara fyrirtækisins stendur í efnahagsumhverfinu o.s.frv. Útbúin er stutt skýrsla fyrir stjórnendur fyrirtækisins þar sem fjallað er um stöðu fyrirtækisins í núverandi efnahagsumhverfi.

C) Aðstoð við kaup og sölu fyrirtækja, samruna fyrirtækja og yfirtökur.

Fyrir frekari upplýsingar eða ráðgjöf hafið samband við Ágúst Þórhallsson, agust@m10.is eða í síma 517-0150.

 


Kaup og sala fyrirtækja Stefnumótun Lögmannsstofa Rekstrarerfiðleikar
M10 ehf | Fjarðargötu 11, 222 Hafnarfirði | Smáralind 2 hæð | Sími: 517-0150 / 898-0236, | agust@m10.is | Netvistun - Heimasíðugerð, hugbúnaðarlausnir og hönnun